laugardagur, september 05, 2009

Tyrkland - part I

Jæja þá.. öll fögru fyrirheitin um að blogga úti í Tyrklandi urðu víst að engu því að það var varla tími fyrir svefn, hvað þá blogg!! Er komin aftur á klakann núna og því ekki seinna vænna að skrifa nokkur orð um þetta frábæra ferðalag :)

Fyrstu nóttina í Ankara vorum við nafna í góðu yfirlæti hjá vini gæjans sem sá um ráðstefnuna. 4 stjörnu heimilisgisting þar á ferðinni því hann stjanaði við hvern okkar fingur og jafnvel nokkrar tær líka.. Við sváfum reyndar svo lengi eftir fyrstu nóttina að það var nánast bara kvöldið eftir þegar við vöknuðum (sem betur fer því þá hafði maður orku í átökin sem framundan voru), en þá fórum við að skoða campusinn hjá strákunum, í mollið (sem eru furðueins sama hvar maður er í veröldinni - enda fórum við Faith alltaf í mollið í Ecuador þegar við fengum heimþrá), á markað og svo til Isics sem er vinur minn sem bauð okkur á ráðstefnuna. Rétt áður en við fórum til Isics fór Yusuf (sá sem sá um ráðstefnuna að mestu) að lýsa því hversu sjokkeraður hann hefði verið þegar hann sótti ráðstefnugestinn frá Frakklandi, "he was like fifty or something" og leit út hálfskelkaður í framan enda átti þetta að vera ungmennasamkoma.. Þegar við svo komum til Isics hittum við þennan fimmtuga og fyrsta sem við hugsuðum var "jaaaa.. þessi er sko lámark sjötugur". En hann vann strax á með að vera búinn að kaupa bjór fyrir kvöldið og þar að auki kíkti hann með okkur út á pöbb og þá kom í ljós að þarna var mikill snillingur á ferðinni - þegar það kom í ljós fórum við að kalla hann afa! Svo að ef þið sjáið myndir af okkur íslensku stelpunum úr þessari ferð.. þá ekki vera hissa þó afi sé á þeim flestum!! :-P



Á föstudeginum fórum við svo að skoða það sem vert var að sjá í Ankara að mati heimamanna, s.s. Ataturk safnið og gamla kastalann. Ataturk er aðalhetja Tyrkja og maður snýr sér varla við án þess að sjá styttu af honum og ef maður er svo heppinn að eiga seðla í vasanum að þá er hann þar líka :-P Gamli kastalinn er ágætur en það sem er mest um vert þar er mannlífið.. Krakkar hlaupandi um með flugdreka á kastalaveggjunum með nokkra metra fall fyrir höndum ef þeim skrikar fótur (lord hvað ég hefði verið búin að öskra á Halla að koma sér niður), tannlausar konur með slæðu og karlar með hormottu að selja manni allt og ekkert og auðvitað sposserandi túristar.. Allir svo kurteisir og brosmildir :)





Um kvöldið tókum við svo rútu ásamt fleira "I am foreign, not strange" fólki 30 km út fyrir Ankara á Olympic Park Hotel sem var in the middle of nowhere og það var nauðamyrkur þegar við komum. Við vorum einu gestirnir á hótelinu og Litháarnir sem komu fyrstir á hótelið höfðu rekið augun í að það var ekkert vatn í sundlauginni og þegar við ákváðum að fara á barinn voru vínflöskurnar tómar. Þegar við vorum búin að uppgötva að við værum ein á hóteli úti í rassgati, með vatnslausri sundlaug og áfengislaus var ekki laust við brostnar vonir og ýmis bíómyndarnöfn báru á góma; "hostel", "shining" o.s.frv. svo að þið getið rétt ímyndað ykkur hversu skrítin stemmning braut um sig..

Þegar birti til daginn eftir kom þó í ljós að það var svolítil þyrping húsa hér og þar í kring og lítill markaður þar sem hægt var að kaupa bjór var innan seilingar, að auki var innilaug með vatni og sundlaugagarður við hliðina á hótelinu.. Sem sýnir manni að oft þarf maður bara að taka ró sína og vona það besta = s.s. taka "þetta reddast" á hlutina. Í það minnsta birti svo sannarlega til í Olympic Park Hotel daginn eftir að við væntum þess allt eins að einhver brjálæðingur myndi skyndilega birtast með sveðju.. :-P

T.b.c.

2 Ummæli:

Þann 18. september 2009 kl. 09:21 , Blogger gummi sagði...

Glæsilegt! En hvað var þessi gamli að flækjast á svona "ungmennasamkomu"? Var hann fyrirlesari? Hvernig ráðstefna var þetta og hvernig endaðir þú á henni?
--
kveðja,
Guðmundur Örn

 
Þann 7. október 2009 kl. 00:39 , Blogger Þóra Elísabet sagði...

Gamla finnst þetta góð leið til að ferðast ódýrt :-P, hann var bara þarna að tjilla eins og við ungu.. bara aðeins flippaðari jafnvel og lét ekki sitt eftir liggja hvað bjórþamb varðaði :-)

Þetta var ráðstefna á vegum "Youth in action", sem er prógram á vegum Evrópubandalagsins og var til að kenna okkur að virða önnur menningarsamfélög og hvernig er hægt að koma í veg fyrir menningarárekstra eða díla við þá þegar þeir koma upp.. Ég endaði þarna því ég kynntist tyrknenskum lækni í Azerbaijan sem var síðan einn af fyrirlesurunum á þessari ráðstefnu og bauð mér að koma og ég mátti hafa tvo gesti með mér :-) Mæli með svona ráðstefnum, þetta var tóm snilld :-)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim