miðvikudagur, desember 31, 2003

Hello ya´ll!! Vá síðasti dagurinn á árinu.. Djö hvað þetta er allt fljótt að líða!! Og bráðum verð ég 21ns sem þýðir að ég geti keypt áfengi í glæpalandinu BNA þannig að það verður síðan ekkert merkis afmæli fyrr en þegar ég verð 35 og get farið í forsetaframboð :)

Allavegana þá verð ég nú bara að segja að þetta er búið að vera mjög gott ár!! Byrjaði náttla á langþráðu reisunni okkar Ester. Holland-París-Sviss-frönsku alparnir sem var góóóður tími og mikið flipp. Svo fór ég ein í eftirminnilega ferð til Barcelona þar sem ég ætlaði að taka flugið mitt til Ecuador, but no, hafði keypt miðann frá Venezuela í staðinn fyrir frá Spáni, smá mistök!!! En það worked out well þar sem ég kynntist snilldarkrökkum í Barcelona það skiptið og við vorum á alþjóðlegu götufylleríi dagana mína þar, which was veeery nice :) Svo fór ég bara til Venezuela og náði öðru flugi til Ecuador.. Þannig að þetta bjargaðist fyrir horn. Og fór já að heimsækja allt liðið mitt þar.. Og varð náttla ástfangin eins og gerist annað slagið á þessum bæ.. hehe.. Svo já kom ég bara heim og er búin að vera að stússast hitt og þetta.. kíkja aðeins í háskólan, fór til London að hitta Matt og svona.. you know how it is ;)

Og já.. árið búið að vera mjög ríkulegt í ástum verð ég nú að segja!! Byrjaði náttla á að ég krækti mér í Matt.. og það endaði ekki alveg fyrr en í London í okt. Svo náttlega var það hann Isaac sæti súkkulaðidrengur.. En já, that´s all over now og ég er komin með gaurinn sem ég vona að ég nái að halda í.. og kannski maður reyni bara að halda sig við einn þetta árið!! And já, Kalli that´s you baby ;)

Anyways.. Er að spá í að slengja fram einhverjum áramótaheitum.. hvernig lýst ykkur á það?? Þá er líka hægt að benda manni á þegar maður fer að svíkjast um (svona um miðjan janúar :p!!).

1. Vera mjög skipulögð (fjármál, lærdómur, hreyfa mig.. já Þóra shake that ass!!)

2. Koma mataræðinu í rétt horf og reyna að drekka minna..

3. Taka fleiri myndir

4. Hacer lo que he prometido a mi misma por anos.. y ya.. el otro, los dos secretos!!

Vá var komin með þvílíkan lista.. But o well læt þetta bara duga!! Hehe.. væri samt ekki bara best að hafa áramótaheitin svona eitthvað eins og "ekki reykja neitt á árinu" eða "vera með rautt hár", eitthvað sem maður gerir hvort eð er.. þá er maður ekkert að brjóta þetta!!

Anyways.. Plan kvöldsins er að fara í mat til systur minnar og svo bara chill.. í mesta lagi heim til Ingunnar að sheika stóra feita salsarassinn minn :)

Jæja.. lifið heil elskurnar (ef einhver hefur þá nennt að lesa þetta!!). Og gleðilegt nýtt ár.. og já munið að lifa til fulls, því samkvæmt mínum heimildum þá lifir maður bara einu sinni ;)

mánudagur, desember 22, 2003

Jæja elskurnar.. ég breytti um útlit á síðunni, bara fyrir ykkur ;-) En það er nú ekki um mikið að velja þannig að ef þið sakið mig um útlitsstuld aftur þá loka ég bara blogginu!!! En anyways.. er þvílíkt þreytt og handónýt.. svo ég ætla að skella mér í bælið. Reyni að skrifa samt eitthvað fyrir jól.. Chao :-)

þriðjudagur, desember 16, 2003

Halló umheimur og umfram allt... tölvunörd!! Ég er sem sagt komin með blogg.. huxa að ég verði nú ekkert voðalega öflug í blogginu á næstunni en planið er að þegar ég fer í heimsreisuna mína geti fólk fengið að ferðast með mér í gegnum bloggið þar sem ég kem engum fyrir í bakpokanum mínum :) Allavegana.. stay tuned.. þetta er ferðalag sem enginn vill missa af!!! Kv, Þóra töffara-tölvunörd :)