þriðjudagur, ágúst 25, 2009

Tyrkland baby!!

Jæja, ég er víst milljón sinnum búin að segja að ég ætli að fara að blogga þegar ég er á ferðalögum en læt svo ekki verða af því.. en nú held ég að komið sé að því :-) Í þetta sinn lofaði ég Sörunni minni að ég myndi byrja að blogga og það ekki seinna en á morgun, svo að færslur þessarar ferðar eru sérstaklega tileinkaðar henni ;-P

Á morgun er ferðinni heitið til Ankara í Tyrklandi. Það verður þó enginn skreppitúr að komast þangað.. Byrjum á að fljúga til Kaupmannahafnar í fyrramálið, förum þaðan til Istanbúl og svo frá Istanbúl til Ankara. Leggjum af stað örla morguns héðan og verðum komnar til Ankara um miðnætti að staðartíma. Af hverju varð Tyrkland fyrir valinu? Well, vinur minn bauð mér að koma á ráðstefnu þar sem ber yfirskriftina "I am foreign, not strange" og á að taka á fjölmenningu - hvernig maður tæklar vandamál sem geta komið upp þegar ólíkir menningarheimar mætast og hvernig maður kallar fram það góða í fjölmenningarsamfélagi. Ég mátti taka tvo nema með mér og þar sem mér fannst þetta kjörin ferð fyrir Þóru-Elísabetar-félagið kemur nafna með mér og svo ætlar Sif, sem er dyggur stuðningsmaður félagsins, að hitta okkur í Ankara því að hún er stödd í Tyrklandi nú þegar.

Ég gróf upp þetta gamla blogg mitt svona til gamans því að einu sinni var ég á leiðinni í heimsreisu og stofnaði þetta blogg - síðan varð ég ólétt og heimsreisan varð að lítilli Kaliforníuferð en heimsreisan er þó en í framtíðarplönunum - bara frestaðist aðeins :-) Þó mikið hafi breyst síðan ég fór í þessa litlu Kalíforníuferð mína að þá stendur samt sumt ennþá, eins og t.d. það að ég er ennþá hnáta sem ætla mér að kanna hvern einasta krók og kima þessa heims.. :-) En það sem hefur breyst er m.a. það að ég komst inn í læknisfræðina sem ég var að lesa undir í þeirri ferð (en hugsa þó alltaf til mannfræðinnar sem ég bölvaði um árið), á yndislegan 4 að verða 5 ára gæja og jaaa skulum vona að mesta gelgjan sé runnin af manni :-)

Allavegana þá segi ég bara stay tuned, reyni að segja frá ævintýrinu á meðan það er að gerast.. Sjalalalala, ævintýri er að gerast.. :-D