laugardagur, september 05, 2009

Tyrkland - part I

Jæja þá.. öll fögru fyrirheitin um að blogga úti í Tyrklandi urðu víst að engu því að það var varla tími fyrir svefn, hvað þá blogg!! Er komin aftur á klakann núna og því ekki seinna vænna að skrifa nokkur orð um þetta frábæra ferðalag :)

Fyrstu nóttina í Ankara vorum við nafna í góðu yfirlæti hjá vini gæjans sem sá um ráðstefnuna. 4 stjörnu heimilisgisting þar á ferðinni því hann stjanaði við hvern okkar fingur og jafnvel nokkrar tær líka.. Við sváfum reyndar svo lengi eftir fyrstu nóttina að það var nánast bara kvöldið eftir þegar við vöknuðum (sem betur fer því þá hafði maður orku í átökin sem framundan voru), en þá fórum við að skoða campusinn hjá strákunum, í mollið (sem eru furðueins sama hvar maður er í veröldinni - enda fórum við Faith alltaf í mollið í Ecuador þegar við fengum heimþrá), á markað og svo til Isics sem er vinur minn sem bauð okkur á ráðstefnuna. Rétt áður en við fórum til Isics fór Yusuf (sá sem sá um ráðstefnuna að mestu) að lýsa því hversu sjokkeraður hann hefði verið þegar hann sótti ráðstefnugestinn frá Frakklandi, "he was like fifty or something" og leit út hálfskelkaður í framan enda átti þetta að vera ungmennasamkoma.. Þegar við svo komum til Isics hittum við þennan fimmtuga og fyrsta sem við hugsuðum var "jaaaa.. þessi er sko lámark sjötugur". En hann vann strax á með að vera búinn að kaupa bjór fyrir kvöldið og þar að auki kíkti hann með okkur út á pöbb og þá kom í ljós að þarna var mikill snillingur á ferðinni - þegar það kom í ljós fórum við að kalla hann afa! Svo að ef þið sjáið myndir af okkur íslensku stelpunum úr þessari ferð.. þá ekki vera hissa þó afi sé á þeim flestum!! :-PÁ föstudeginum fórum við svo að skoða það sem vert var að sjá í Ankara að mati heimamanna, s.s. Ataturk safnið og gamla kastalann. Ataturk er aðalhetja Tyrkja og maður snýr sér varla við án þess að sjá styttu af honum og ef maður er svo heppinn að eiga seðla í vasanum að þá er hann þar líka :-P Gamli kastalinn er ágætur en það sem er mest um vert þar er mannlífið.. Krakkar hlaupandi um með flugdreka á kastalaveggjunum með nokkra metra fall fyrir höndum ef þeim skrikar fótur (lord hvað ég hefði verið búin að öskra á Halla að koma sér niður), tannlausar konur með slæðu og karlar með hormottu að selja manni allt og ekkert og auðvitað sposserandi túristar.. Allir svo kurteisir og brosmildir :)

Um kvöldið tókum við svo rútu ásamt fleira "I am foreign, not strange" fólki 30 km út fyrir Ankara á Olympic Park Hotel sem var in the middle of nowhere og það var nauðamyrkur þegar við komum. Við vorum einu gestirnir á hótelinu og Litháarnir sem komu fyrstir á hótelið höfðu rekið augun í að það var ekkert vatn í sundlauginni og þegar við ákváðum að fara á barinn voru vínflöskurnar tómar. Þegar við vorum búin að uppgötva að við værum ein á hóteli úti í rassgati, með vatnslausri sundlaug og áfengislaus var ekki laust við brostnar vonir og ýmis bíómyndarnöfn báru á góma; "hostel", "shining" o.s.frv. svo að þið getið rétt ímyndað ykkur hversu skrítin stemmning braut um sig..

Þegar birti til daginn eftir kom þó í ljós að það var svolítil þyrping húsa hér og þar í kring og lítill markaður þar sem hægt var að kaupa bjór var innan seilingar, að auki var innilaug með vatni og sundlaugagarður við hliðina á hótelinu.. Sem sýnir manni að oft þarf maður bara að taka ró sína og vona það besta = s.s. taka "þetta reddast" á hlutina. Í það minnsta birti svo sannarlega til í Olympic Park Hotel daginn eftir að við væntum þess allt eins að einhver brjálæðingur myndi skyndilega birtast með sveðju.. :-P

T.b.c.

þriðjudagur, ágúst 25, 2009

Tyrkland baby!!

Jæja, ég er víst milljón sinnum búin að segja að ég ætli að fara að blogga þegar ég er á ferðalögum en læt svo ekki verða af því.. en nú held ég að komið sé að því :-) Í þetta sinn lofaði ég Sörunni minni að ég myndi byrja að blogga og það ekki seinna en á morgun, svo að færslur þessarar ferðar eru sérstaklega tileinkaðar henni ;-P

Á morgun er ferðinni heitið til Ankara í Tyrklandi. Það verður þó enginn skreppitúr að komast þangað.. Byrjum á að fljúga til Kaupmannahafnar í fyrramálið, förum þaðan til Istanbúl og svo frá Istanbúl til Ankara. Leggjum af stað örla morguns héðan og verðum komnar til Ankara um miðnætti að staðartíma. Af hverju varð Tyrkland fyrir valinu? Well, vinur minn bauð mér að koma á ráðstefnu þar sem ber yfirskriftina "I am foreign, not strange" og á að taka á fjölmenningu - hvernig maður tæklar vandamál sem geta komið upp þegar ólíkir menningarheimar mætast og hvernig maður kallar fram það góða í fjölmenningarsamfélagi. Ég mátti taka tvo nema með mér og þar sem mér fannst þetta kjörin ferð fyrir Þóru-Elísabetar-félagið kemur nafna með mér og svo ætlar Sif, sem er dyggur stuðningsmaður félagsins, að hitta okkur í Ankara því að hún er stödd í Tyrklandi nú þegar.

Ég gróf upp þetta gamla blogg mitt svona til gamans því að einu sinni var ég á leiðinni í heimsreisu og stofnaði þetta blogg - síðan varð ég ólétt og heimsreisan varð að lítilli Kaliforníuferð en heimsreisan er þó en í framtíðarplönunum - bara frestaðist aðeins :-) Þó mikið hafi breyst síðan ég fór í þessa litlu Kalíforníuferð mína að þá stendur samt sumt ennþá, eins og t.d. það að ég er ennþá hnáta sem ætla mér að kanna hvern einasta krók og kima þessa heims.. :-) En það sem hefur breyst er m.a. það að ég komst inn í læknisfræðina sem ég var að lesa undir í þeirri ferð (en hugsa þó alltaf til mannfræðinnar sem ég bölvaði um árið), á yndislegan 4 að verða 5 ára gæja og jaaa skulum vona að mesta gelgjan sé runnin af manni :-)

Allavegana þá segi ég bara stay tuned, reyni að segja frá ævintýrinu á meðan það er að gerast.. Sjalalalala, ævintýri er að gerast.. :-D

fimmtudagur, mars 18, 2004

Kaeru lesarar!!

Nuna er akkurat solarhringur thar til eg yfirgef Californiu og eg verd ad segja ad tho thetta hafi verid fin dvol tha get eg ekki bedid eftir ad komast heim :-) Hlakka til ad hitta ykkur oll og fara ad takast a vid hlutina. Vona bara ad eg detti ekki ofan i pytt thunglyndisins aftur thegar eg kem heim.. En eg er ad segja ykkur ad eg bara get ekki bedid eftir ad komast heim, hlakka svo geggjad til ad hitta Esteri og Agustu aftur eftir allan thennan tima og get ekki bedid eftir ad fadma Kalla minn.. kyssa hann and god knows what else ;-P

Tho ad thetta se paradis a jordu; palmatre gott vedur, stutt a snjobretti og allt thad, tha er eitt sem Californiu vantar.. og thad er folkid mitt ;-) Elska ykkur oll, hugs and kisses................. ykkar Thora.

mánudagur, mars 15, 2004

Jeee baby jeee!!!!!!!!!!!! I dag var sko DAGUIRNN!!!!!!!!!!!!!!!!

Eg vaknadi bright and early.. tok mitt hafurtask til.. nadi i Brett og bumm we were out of here :-) Leidin la.. dudurudu UPP I FJOLL!!!!!!!!!!!!!!!!!! Eftir ad hafa tynst orlitid a leidinni og keyrt i nokkra tima vorum vid komin a stadinn. Litill saetur skidastadur.. Adeins tvaer stolalyftur en fegurd allan hringinn. Host.. og Ester.. snjobrettapark byggdur eftir okkar thorfum. Tharna hefdum vid meikad reilin (thurfti ekki ad stokkva upp a thau og god lending..) og pallarnir voru alveg smellpasslegir. Alveg kjornar adstaedur fyrir kjana eins og okkur.. En thar sem eg var ad passa svo vel upp a Baldurinn minn, (uff eins gott ad thetta verdi ekki stelpa, hun Baldur minn hljomar ekkert vodalega ketsi :-p), tha passadi eg mig meira ad segja ad fara ekki of hratt.. hvad tha i parkid. Og ja Brett var ad fara i annad sinn og stod sig storvel midad vid thad.. enda eins gott thvi hann var nu ekki alveg med utigallan med ser.. var bara i venjulegum buxum og stuttermabol. Sem reyndar var ekkert galid.. mer fannst of mikid ad vera i stuttermabol, thetta var algjor steik!! Ekki oft sem manni langar hreinlega ad rifa af ser fotin adur en madur rennir ser nidur.. yfirleitt er madur ad reyna ad nappa trefli af naestu manneskju :-)

En ja, svo er thad snillingurinn hun Thora.. Keypti mer audvitad solarvorn til ad bera i andlitid svo eg myndi hreinlega lifa ferdina af.. gott og vel, en akved ad sleppa thvi ad lata neitt a handleggina til ad bronza mig adeins.. thid vitid, fa sma lit, tho ekki vaeri nema sma bleikur.. Well nuna lit eg ut fyrir ad vera mer raudar legghlifar a hondunum.. thaer byrja thar sem hanskarnir endudu og enda thar sem stuttermabolurinn byrjadi.. Thannig ad krakkar, thad sem thid getid laert af thessari reynslusogu minni er ad tho thid seud i frii tha er otharfi ad slokkva algjorlega a allri heilastarfsemi :-)

Farid vel med ykkur,

yours truly Thora

laugardagur, mars 13, 2004

Jaeja..

Sidustu dagar hafa verid nokkud rolegir bara.. A fimmtudaginn var eg med Andreu allan daginn.. Forum ad versla, bokudum, laerdum og svo var gotumarkadur i baenum um kvoldid svo vid kiktum thangad. Sidan i gaer haekudum eg og Faith upp a fjall herna i baenum.. tok nokkra klst en var alveg thvilikt gaman og fallegt, tok helling af myndum, svo eg aetti ad geta leyft ykkur ad njota utsynisins med mer thegar eg kem heim :-)

Annars litur ut fyrir ad dagurinn i dag verdi bara letidagur. Er nebbla ad reyna ad laera thvi eg er ad frika ut af stressi ut af ja.. ollu bara, life.. that's what's freaking me out I guess. Er ekki alveg ad sja puslid smella saman.. tharf ad reyna ad klara thessa onn i mannfraedi tho eg hafi ekki maett neitt alla onnina, finna mer vinnu fyrir sumarid sem verdur erfitt ut af Baldri litla, na thessu blessada laeknisfraediprofi.., finna okkur litlu fjolskyldunni samastad.. uff.. you name it. Thannig ad ekki skamma mig fyrir ad vera i utlondum og vera ad lesa um throunaradstod og reikna daemi fra thvi i stae 203 :-S

Vona ad thid hafid thad gott fallega, yndislega folk.. Hlakka til ad sja ykkur :-) Spaejo...